Reglugerð Landsmóts Oddfellowa.
Stefna skal að mótshaldi fyrri hluta ágústmánaðar.
Mótið er 18 holu punktakeppni með og án forgjafar.
Keppt er í kvenna og karlaflokki.
Þátttökurétt hafa allir Oddfellowar og makar þeirra. Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni með forgjöf í makaflokki.
Landsmótsmeistari eru bróðir og systir. (Makar geta ekki unnið Landsmót GOF)
Viðmið hámarksforgjafar er 32 hjá konum og 28 hjá körlum en mótanefnd hvers tíma getur ákveðið annað ef ástæða þykir til.
Sveitakeppni stúkna er felld inn í mótið, þrír bestu með forgjöf telja í hverri sveit. Sveitir skulu skipaðar reglubræðrum eða systrum. Ekki er heimilt að skipa sveit með mökum reglusystkina.
Kylfingur sem vinnur til verðlauna án forgjafar getur ekki tekið verðlaun með forgjöf.
Ein verðlaun eru í kvenna- og karlaflokki fyrir flesta punkta án forgjafar.
Þrenn verðlaun eru í kvenna- og karlaflokki fyrir flesta punkta með forgjöf.
Nándarverðlaun eru á öllum par 3 holum og fyrir lengsta teighögg karla og kvenna á völdum brautum.
Verðlaun eru fyrir efsta sætið í sveitakeppninni bæði hjá Rebekku- og bræðrastúkum. Bræður og systur sem telja til sigurs fyrir stúku sína fá viðurkenningu.
Ef jafnt er eftir 18 holu leik þar sem leikin er punktakeppni skal telja fyrst seinni níu holur, því næst sex holur, þá þrjár holur, loks eina holu, fyrst þá holu 18 því næst 17 og áfram þangað til úrslit fást með lægra skori á holu ef það dugir ekki skal hlutkesti ráða.
Dregið skal úr skorkortum eða hafa happdrætti í verðlaunaafhendingu.