Heiti félagsins, heimili og tilgangur:

1. gr.

Félagið heitir Golfklúbbur Oddfellowa, skammstafað GOF. Heimili þess og varnarþing er að Vonarstræti 10, 101 Reykjavík.
Kennitala félagsins er 530593-2319.

2. gr.

Tilgangur félagsins er að efla og viðhalda áhuga allra Oddfellowa á Íslandi á golfíþróttinni. Í því skyni starfrækir félagið golfvelli og húsakynni í Urriðavatnsdölum, samkvæmt leigusamningi við Styrktar og líknarsjóð Oddfellowa.

Félagið skal kappkosta að skapa öllum Oddfellowum sem best skilyrði til að nýta sér þá aðstöðu sem fyrir hendi er.

3. gr.

Til þess að sinna þessari starfsemi félagsins er stjórn þess heimilt að semja við Golfklúbbinn Odd, (GO) eða sérhvern annan golfklúbb sem hún telur uppfylla skilyrði og markmið félagsins þ.á m. að efla og viðhalda golfstarfi á golfvöllum félagsins, um leigu og rekstur aðstöðu félagsins að Urriðavatnsdölum.

Aðild að félaginu

4. gr.

GOF er lokaður golfklúbbur og aðeins opinn Oddfellowum á Íslandi.
Inngöngu í GOF fá konur og karlar sem eru félagar í Oddfellowreglunni. Inntökubeiðni skal vera skrifleg og sendast stjórn GOF sem getur samþykkt eða hafnað öllum umsóknum. Félagsmenn í GOF skulu árlega greiða til félagsins árgjald. Árgjald er ákveðið á aðalfundi félagsins til eins árs í senn skv. tillögu stjórnar. Hafi félagsmaður ekki greitt árgjald í síðasta lagi 1. júní ár hvert fellur aðild hans að félaginu niður. Stjórn félagsins er heimilt að fella niður árgjöld þeirra Oddfellowa sem jafnframt eru félagar í GO eða þeim golfklúbb sem tekið hefur aðstöðu félagsins á leigu hverju sinni.
Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og bundin við áramót.

Umgengniskyldur

5. gr.

Félagið skal sjá til þess að við golfleik sé farið eftir reglum “The Royal and Ancient Golf Club
of St. Andrews”, eins og þær eru á hverjum tíma. Félagsmenn sem hyggjast leika golf á félagssvæði GOF skulu fara eftir fyrirmælum og reglum þess gólfklúbbs sem GOF hefur samið við um rekstur svæðisins varðandi golfsiði og golfleik.

6. gr.

Stjórn félagsins skal sjá til þess að sá klúbbur sem samið hefur við um leigu, fari eftir þeim reglum sem hún setur um umgengni á golfvöllum og í húsakynnum félagsins.

7. gr.

Stjórn félagsins eða þeir aðilar sem samið hefur verið við skal á hverjum tíma sjá til þess að leikreglur, umgengisreglur og siðareglur liggi frammi í húsakynnum félagsins.

Um aðalfundi, aukafundi, aðalfundastörf o.fl.

8. gr.

Aðalfundur hefur æðsta ákvörðunarvald í öllum málefnum félagsins. Aðalfundur skal haldinn fyrir lok janúar ár hvert og ákveður stjórn félagsins fundarstað.

Á öðrum tímum ársins getur stjórnin boðað til félagsfundar ef hún telur þörf á eða rökstuddri áskorun sem studd skal a.m.k. af 10 félagsmönnum hefur borist stjórninni.

9. gr.

Aðalfund og félagsfundi skal boða skriflega og/eða rafrænt með minnst viku fyrirvara. Í fundarboðinu skal tilgreina dagskrá og hvaða málefni liggi fyrir.

10. gr.

Dagskrá aðalfundar skal vera þessi:

a. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir liðins starfsárs.
c. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár lagðir fram.
d. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga og greidd atkvæði um reikninga.
e. Umræður og atkvæðagreiðslur um lagabreytingar og aðrar tillögur.
f. Ákvörðun árgjalds félagsmanna skv. 4. gr..
g. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn, skv. 14. og 15. gr.
h. Kosning tveggja skoðunarmann reikninga og eins til vara, skv. 16. gr.
i. Önnur mál.

11. gr.

Aðalfundur telst löglegur sé löglega til hans boðað.

12. gr.

Afl atkvæða ræður úrslitum á aðal- og félagsfundum og hafa fullgildir félagar, sem eru skuldlausir við félagið, einir atkvæðisrétt.

13. gr.

Fundargerð aðalfundarins, skal skoðast sem fullt sönnun þess sem ákveðið hefur verið. Hún skal vera undirrituð af fundarritara og fundarstjóra.

Í síðasta lagi fjórtán dögum eftir aðalfund, skulu félagar eiga aðgang að henni eða staðfestu afriti hennar.

Stjórn, endurskoðun, Landsmót Oddfellowa o.fl.

14. gr.

Stjórnin skal skipuð fimm mönnum sem kosnir eru á aðalfundi. Formann skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn, aðra stjórnarmenn til tveggja ára í senn, þannig að tveir þeirra Séu kosnir annað hvert ár.
Ákvæði til bráðabyrgða: Á aðalfundi 2021 skal kjósa formann til eins árs, tvo stjórnarmenn til tveggja ára og tvo stjórnarmenn til eins árs. Stjórnarmenn skulu allir vera Oddfellowar.
Þá skipar Styrktar – og líknasjóður Oddfellowa tilsjónarmann með störfum stjórnar á aðalfundi
félagsins sbr. 27. gr.

Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund skiptir stjórnin með sér störfum þannig að einn skal vera varaformaður, einn ritari, einn féhirðir og einn meðstjórnandi.

15. gr.

Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo menn til vara í stjórn félagsins til eins árs í senn og skulu þeir uppfylla sömu skilyrði til stjórnarsetu og aðrir stjórnarmenn.

Gangi einhver aðalmanna úr stjórn félagsins á kjörtímabilinu skal varamaður taka sæti hans í stjórninni fram að næsta aðalfundi.

16. gr.

Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn reikninga, og skal annar þeirra vera löggiltur endurskoðandi, ásamt einum til vara, fyrir eitt ár í senn. Skulu þeir rannsaka reikninga félagsins fyrir liðið starfsár og leggja niðurstöður sínar fyrir aðalfund. Enginn þeirra má vera í stjórn félagsins eða starfsmaður þess. Stjórn félagsins skal jafnframt leggja reikninga þess fyrir stjórn Stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi til eftirlits og skoðunar.

17. gr.

Stjórn félagsins skipar tvo félagsmenn eða fleiri, eftir samkomulagi, í eftirlitsnefnd með starfsemi þess golfklúbbs sem samningur er við um rekstur aðstöðunnar hverju sinni. Þá tilnefnir stjórnin tilsjónarmann í stjórn GO eða þess golfklúbbs sem samið hefur verið við um rekstur aðstöðunnar hverju sinni.

18. gr.

Stjórnin getur tekið launaða aðstoð og skulu bein útgjöld greidd úr félagasjóði, en sjálf starfar stjórnin án endurgjalds.

19. gr.

Stjórninni er heimilt að ráða framkvæmdastjóra, hvort heldur í fullt starf eða hluta, ef hún telur þörf á því og setur honum starfsreglur.

20. gr.

Stjórnin kemur fram fyrir hönd félagsins og í fullu umboði þess í öllum málum sem félagið varða.
Allar ákvarðanir um eignabreytingar, uppbyggingu nýrra brauta eða aðrar ákvarðanir sem krefjast mikilla fjárútláta eða skuldsetningar félagsins, skulu bornar undir Styrktar- og
líknarsjóð Oddfellowa til samþykkis.

21. gr.

Skyldur og verksvið stjórnar:

  1. Formaður ber ábyrgð á gerðum stjórnar og skal ávallt í starfi sínu hafa samþykktir félagsins að leiðarljósi. Formaður boðar og stýrir stjórnarfundum. Formaður stjórnar gerð fjárhagsáætlunar fyrir starfsár stjórnar, leiðréttir langtímaáætlun sem í gangi er og áætlar eitt ár til viðbótar henni. Hann stýrir og fylgist með verklegum framkvæmdum, hefur eftirlit með daglegum rekstri á vegum GOF og gætir þess að þær fylgi gerðum áætlunum.

  2. Varaformaður aðstoðar formann í störfum hans og sinnir þeim sérverkefnum sem formaður felur honum í nafni stjórnar. Varaformaður er staðengill formanns í fjarveru hans.

  3. Ritari skal tilfæra allt í gerðabók stjórnar sem gerist á stjórnarfundum og varðar hag og málefni GOF. Hann annast öll bréfleg samskipti milli félaga í GOF og stjórnarinnar, varðveitir og ábyrgist að félagatal GOF sé reglulega endurskoðað og ávallt rétt.

  4. Féhirðir ber ábyrgð á öllu reikningshaldi GOF, annast bókhald og reikningsskil, veitir viðtöku fé og annast vörslu þess. Hann fylgist með auglýsingasamningum og öðrum fjáröflunarsamningum sem í gangi eru. Féhirðir annast allar greiðslur afborgana og leigugjalda á gjalddögum þeirra fyrir hönd GOF.

  5. Féhirðir aðstoðar formann við gerð fjárhagsáætlana. Óheimilt er að gera skuldbindandi fjárhagslegar ráðstafanir, hverju nafni sem nefnast, nema í samráði við féhirði.

  6. Meðstjórnanda.

22. gr.

Stjórninni er heimilt að kalla til almenna félaga í sérverkefni sem upp kunna að koma og nauðsyn býður að koma í verk.

23. gr.

Nýkjörin stjórn skal þegar eftir kjör sitt kalla eftir fjárhagsáætlun GO eða þess klúbbs sem samið hefur verið við um rekstur á aðstöðu félagsins og leggja fyrir Styrktar og líknarsjóð Oddfellowa ásamt nákvæmri fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir starfsár sitt svo og endurskoðaða langtímaáætlun í samræmi við niðurstöður ársreikninga næstliðins starfsárs. Hún skal áætla eitt ár til viðbótar eigi síðar en 6 vikum eftir aðalfund og kynna niðurstöður sem fyrst Stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi I.O.O.F. og stjórn Styrktar og líknarsjóðs Oddfellowa.

24. gr.

Landsmót Oddfellowa í golfi.

Félagið skal á hverju ári halda sameiginlegt golfmót allra Oddfellowa á Íslandi undir nafninu Landsmót Oddfellowa. Félagið getur falið einstökum stúkum innan Oddfellowhreyfingarinnar framkvæmd mótsins hverju sinni.
Stjórn félagsins skal gefa út sérstaka reglugerð um framkvæmd Landsmótsins.

Reikningshald, framkvæmda- og greiðsluáætlun, endurskoðun.

25. gr.

Reikningsár félagsins er frá 1. nóvember til 31. október.

Stjórn félagsins skal ætíð skylt að gera framkvæmda- og greiðsluáætlun,

a. fyrir komandi starfsár
b. til fimm ára, í upphafi hvers kjörtímabils.

Félagsslit, ráðstöfun eigna

26. gr.

Ákvörðun um slit félagsins skal tekin á félagsfundi og þarf til þess samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða enda sé mætt fyrir a.m.k. 2/3 hluta félagsmanna. Áður en slík ákvörðun er tekin skal stjórn félagsins leita samþykkis Stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi I.O.O.F. (St.St.) svo og stjórnar Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa. Sé tillagan samþykkt skulu St. St. og StLO tilnefna hver sinn mann í slitanefnd ásmat formanni félagsins til þess að annast um slit á félaginu. Nefndin skal í samráði við StlO og St. St. ákveða ráðstöfun eigna og greiðslu skulda félagsins.

Önnur ákvæði, Styrktar- og líknarsjóður, breytingar á lögum.

27. gr.

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa er eigandi og leigusali golfvallarsvæðisins. Á hverjum aðalfundi félagsins skipar hann stjórn félagsins tilsjónarmann af sinni hálfu til setu í stjórn félagsins hvert starfsár. Tilsjónamaður hefur fullt málfrelsi og tillögurétt, en ekki atkvæðisrétt.

28. gr.

Til breytinga á lögum þessum þarf samþykki 2/3 þeirra félagsmanna sem mætt er fyrir á félagsfundi. Samþykktum þessum verður ekki breytt nema að fengnum meðmælum Styrktar og líknarsjóðs Oddfellowa og með samþykki stjórnar Stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi.

ÞANNIG SAMÞYKKT Á AÐALFUNDI 30. MARS 2022.

Lög golfklúbbs Oddfellowa