Minnum á afmælisferð GOF maí 2026 -
Alicante 2026 -
Minnum á afmælisferð GOF maí 2026 - Alicante 2026 -
Velkomin á heimasíðu GOF
Golfklúbbur Oddfellowa - Stofnaður 1990
Kæru félagar,
Í tilefni 35 ára afmælis Golfklúbbs Oddfellowa bjóðum við til sérstakrar afmælisferðar til Spánar þar sem golf, samvera og gleði verða í fyrirrúmi. Við dveljum á Hotel Alicante Golf dagana 2.–12. maí 2026, glæsilegu hóteli við einn fallegasta golfvöll svæðisins.
Ferðin sameinar golf, menningu og ánægjulega samveru. Við spilum sex hringi á velli hótelsins, förum í skoðunarferð til Alicante, njótum kvöldverðar og skemmtunar á Benidorm Palace. Að sjálfsögðu verður Afmælismót GOF með flottum vinningum einn af hápunktum ferðarinnar.
Verð með golfi: kr. 329.900*
Verð án golfs: kr. 253.900*
Verð ferðar miðast við gengi og verðlag á bókunardegi
ATH: Makar Oddfellowa eru að sjálfsögðu velkomnir í ferðina!
Innifalið í verði :
– Flug og farangur (20 kg taska, handfarangur og golfsett)
– Íslensk fararstjórn
– Akstur til/frá flugvelli á Spáni
– 10 nætur í tveggja manna herbergi með morgunverði*
– Aðgangur að heilsulind á hótelinu 1 skipti
– Drykkur á fararstjórafundi
– 6 golfhringir og golfbílar alla dagana
– Skemmtun og kvöldverður á Benidorm Palace
– Skoðunarferð m/leiðsögn í Santa Bárbara kastalann og gamla bæinn í Alicante
– Afmælismót - Gala-kvöldverður og verðlaunaafhending
Aukakostnaður :
Eins manns herbergi: 46 € pr nótt
Golf-útsýni: 10 € pr nótt
Afmælisferð GOF 2. - 12. maí. 2026.
Nánari upplýsingar fást með að senda fyrirspurn á gof.ferdir@gmail.com
UM GOF
Golfklúbbur Oddfellowa GOF var stofnaður 1990. Klúbburinn gerði samning við StLO sem veitti leyfi til að byggja upp og reka golfvöll í Urriðavatnsdölum fyrir Oddfellowa og fjölskyldur þeirra. Leigusamningur GOF við StLO er til 2041.
GOF hefur alltaf verið lokaður golfklúbbur og er utan Golfsambands Íslands (GSÍ). Fljótlega eftir stofnun GOF vaknaði hugmynd um að stofna Golfklúbbinn Odd (GO) til að gefa félögum í GOF möguleika á að taka þátt í keppnum á vegum GSÍ og ekki síður að opna Urriðavöll fyrir golfáhugafólki utan Reglunnar. Það fór þannig og Golfklúbburinn Oddur (GO) var stofnaður árið 1993.
Nauðsynlegt var að festa ábyrgð og skyldur í samninga og því gerði GOF framleigusamning við GO. Skv. þessum samningi greiðir GO leigu fyrir afnot af vellinum og fylgihlutum en sér jafnframt um daglegt viðhald og rekstur svæðisins. Þessi samningur hefur verið endurskoðaður á nokkurra ára fresti. Hann rennur út 2025.
Hlutverk GOF heur breyst nokkuð eftir stofnun GO en hvetur áfram Reglusystkini til golfleiks á Urriðavelli, gætir, eins og hingað til hagsmuna Reglunnar og kemur fram fyrir hönd StLO í samskiptum við GO.
Öll uppbygging þ.e. allt sem ekki flokkast undir rekstur eða viðhald og kallar á fjárútlát þarf að leggja fyrir StLO sem tekur afstöðu að fengnu áliti stjórnar GOF.
Urriðavöllur
Urriðavöllur er 18 holu, par 71 golfvöllur í hæsta gæðaflokki. Með aðlid að GOF er hægt að spila 3 hringi á Urriðavelli eða…
Ljúflingur
…10 hringi á Ljúflingi. Ljúflingur er frábær 9 holu, par 3 golfvöllur sem hentar bæði fyrir byrjendur og fyrir þá sem vilja æfa styttra spilið. Engar rástímapantanir, félagar tilkynna leik í afgreiðslu og mæta á teig.

