Aðalfundur GOF fyrir 2024 verður haldinn mánudaginn 27. janúar 2025
Aðalfundurinn verður í golfskálanum á Urriðavelli og hefst kl. 16:30.
Skv. 9. gr. laga klúbbsins skal fundurinn boðaður skriflega og/eða rafrænt með minnst viku fyrirvara.
Dagskrá. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 10 gr. laga klúbbsins.
a. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir liðins starfsárs.
c. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár lagðir fram.
d. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga og greidd atkvæði um reikninga.
e. Umræður og atkvæðagreiðslur um lagabreytingar og aðrar tillögur.
f. Ákvörðun árgjalds félagsmanna skv. 4. gr.
g. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn, skv. 14. og 15. gr.
h. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara, skv. 16. gr.
I. Önnur mál.
Stjórn Golfklúbbs Oddfellowa